Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Hey í harðindum (2002)

Tríóið Hey í harðindum var sett saman fyrir eina uppákomu, söng- og leikskemmtun sem haldin var í Allanum á Siglufirði í árslok 2002. Þarna voru á ferð tveir trúborarar, þeir Þórarinn Hannesson og Ómar Hlynsson sem báðir sungu og léku á gítarar, og svo Agnar Þór Sveinsson trommuleikari. Hey í harðindum kom aðeins fram í…

Meyland (1976-81)

Danshljómsveitin Meyland starfaði í um fimm ár á síðari hluta áttunda áratugs síðustu aldar og fram á þann níunda, lék aðallega á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins s.s. aðallega í Klúbbnum en einnig á sveitaböllum úti á landi og m.a. á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunamannahelgina 1977, eitt sumarið ferðaðist sveitin um landið ásamt eftirhermunni og búktalaranum Guðmundi…

Bandamenn [2] (1991)

Dúettinn Bandamenn lék víða á krám höfuðborgarsvæðisins árið 1991 en virðist ekki hafa starfað lengi. Það voru þeir Gunnar Jónsson hljómborðsleikari og Ómar Hlynsson söngvari og gítarleikari sem skipuðu þennan dúett.