Samkór Öngulsstaðahrepps (1970-73)

Blandaður kór var starfræktur í Öngulstaðahreppi í Eyjafirði á árunum 1970 til 1973 undir nafninu Samkór Öngulsstaðahrepps. Kórinn var stofnaður sumarið 1970 og söng hann þá fyrst opinberlega á bændahátíð í félagsheimilinu Freyvangi undir stjórn söngstjórans Guðmundar Þorsteinssonar en hann stjórnaði kórnum á þeim þremur árum sem hann virðist hafa starfað. Reyndar fór almennt ekki…

Söngfélag Sigtryggs Guðlaugssonar (1879-88)

Sigtryggur Guðlaugsson prestur og framámaður í ýmsu s.s. tónlistarmálum og stofnaði m.a. ungmennaskóla á Núpi í Dýrafirði sem síðar varð að héraðsskóla, starfrækti á yngri árum á æskuslóðum sínum í Garðsárdal í Öngulsstaðahreppi söngfélag sem hér er kennt við hann en gæti allt eins hafa borið nafnið Söngfélag Öngulsstaðahrepps eða hafa verið nafnlaust. Félagið stofnaði…