Hounds (1967-70)

Unglingahljómsveitin Hounds starfaði í Vestmannaeyjum undir lok sjöunda áratugarins og gerðist reyndar svo fræg að leika uppi á meginlandinu einnig. Hounds var stofnuð árið 1967 og mun hafa gengið undir nafninu Opera í upphafi, meðlimir sveitarinnar voru þeir Birgir Þór Baldvinsson trommuleikari og söngvari, Hafsteinn Ragnarsson gítarleikari, Hafþór Pálmason gítarleikari og Reynir Carl Þorleifsson bassaleikari,…

Ópera [2] (um 1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Ópera starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Engar upplýsingar finnast um skipan þeirrar sveitar utan þess að Birgir Jóhann Birgisson mun hafa  verið einn meðlima hennar. Ólíklegt er að um sveit sé að ræða og var starfandi fáeinum árum áður undir sama nafni.

Ópera [1] (1976-79)

Ballsveitin Ópera starfaði um nokkurra ára skeið, fyrst í Þorlákshöfn en síðan á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin hafði starfað um tíma undir nafninu Clítores en breytti nafni sínu í Ópera haustið 1976, þá voru í henni Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Ómar B. Ásbergsson söngvari og gítarleikari, Hjörleifur Brynjólfsson bassaleikari og Sigurvin Þórkelsson trommuleikari. Ópera var…