Óskalög sjúklinga [annað] (1951-87)
Löng hefð var fyrir óskalagaþáttum í Ríkisútvarpinu hér á árum áður og var einn þeirra kallaður Óskalög sjúklinga en í þeim þætti voru lesnar kveðjur fyrir og frá sjúklingum, og óskalög þeirra leikin í kjölfarið. Meirihluti óskalaganna sem spiluð voru í þættinum, var íslenskur. Þátturinn fór fyrst í loftið haustið 1951 og annaðist Björn R.…
