Fíladelfíukórinn í Reykjavík (1950-98)

Fíladelfíukórinn í Reykjavík starfaði innan Fíladelfíusafnaðar Hvítasunnukirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu en söfnuðurinn hefur starfað síðan 1936. Kórinn sendi frá sér nokkrar plötur sem innihélt tónlist með kristilegum boðskap. Ekki liggur alveg fyrir nákvæmlega hvenær Fíladelfíukórinn var stofnaður eða hversu lengi hann starfaði en óformlegar æfingar munu hafa hafist árið 1950 þegar Árni Arinbjarnarson hóf að æfa…

Tríó Þóru Grétu Þórisdóttur (1996-99)

Djasssöngkonan Þóra Gréta Þórisdóttir starfrækti að minnsta kosti tvívegis tríó í sínu nafni. Fyrra skiptið var árið 1996 og 97 en þá léku með henni Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari en 1999 voru þeir Páll Pálsson bassaleikari og Óskar Einarsson píanóleikari meðspilarar Þóru Grétu.