Horver (1991)

Óskað er eftir upplýsingum um pönkdúett sem gekk undir nafninu Horver en sveitin átti fimm lög á safnkassettunni Gallery Krunk sem kom út haustið 1991. Fyrir liggur að Ingirafn Steinarsson og Páll Tryggvi Karlsson voru meðlimir sveitarinnar en einnig gæti Óskar Ellert Karlsson hafa verið viðloðandi hana. Svo virðist sem sveitin hafi aldrei komið fram…

Haugur og heilsubrestur (1999-2000)

Haugur og heilsubrestur var tríó (líklega upphaflega dúett) sem kom að öllum líkindum aldrei fram opinberlega en sendi frá sér efni í kringum aldamót, óljóst er þó hins vegar hvenær nákvæmlega sveitin starfaði. Í heimild er tónlist sveitarinnar skilgreind sem diskópönk og var hún líklega að mestu samin af Bjarna Þórðarsyni (Bjarna móhíkana), aðrir meðlimir…

Garg og geðveiki (1983 / 1990)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Garg og geðveiki sem var starfrækt á fyrri hluta árs 1983. Fyrir liggur að Bjarni „móhíkani“ Þórðarson gítarleikari, Siggi pönk (Sigurður Ágústsson) [bassaleikari?] og Jómbi (Jónbjörn Valgeirsson) trommuleikari voru í þessari sveit en finnast upplýsingar um hvort fleiri komu við sögu hennar þá. 1990 birtist Garg og…