Setuliðið (1993 / 1996)

Setuliðið var hljómsveit sett saman fyrir tónleikadagskrá á Hótel Borg vorið 1993 þar sem söngtríóið Borgardætur söng stríðsáralög í anda Andrews systra en sveitin lék þar með þeim stöllum. Setuliðið lék undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar sem lék á hljómborð en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Þórður Högnason bassaleikari, Matthías M.D. Hemstock trommuleikari, Sigurður Flosason saxófón- og…