Hljómsveitakeppnin í Húsafelli [tónlistarviðburður] (1968-73 / 1987)

Útihátíðir voru haldnar um árabil um verslunarmannahelgina í Húsafellsskógi, lengi vel hafði verið tjaldað á staðnum án nokkurs skipulags en sumarið 1967 var þar líklega fyrst haldin útihátíð í nafni UMSB (Ungmennasambands Borgarfjarðar) undir heitinu Sumarhátíðin í Húsafelli. Ári síðar var hljómsveitakeppni haldin í fyrsta skipti á hátíðinni en það átti eftir að verða fastur…

Óvera (1971-72)

Hljómsveitin Óvera frá Stykkishólmi sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1971, meðlimir sveitarinnar voru þar þeir Hinrik Axelsson bassaleikari, Gunnar Ingvarsson trommuleikari, Ragnar Berg Gíslason gítarleikari og Gunnar Svanlaugsson gítarleikari og söngvari. Óvera starfaði í nokkurn tíma eftir sigurinn í Húsafelli en árið 1972 bættist gítarleikarinn Sigurður Björnsson (Siggi Björns) í…