Svartfugl [2] (2001)

Árið 2001 var starfrækt hljómsveit undir nafninu Svartfugl. Einu upplýsingarnar sem Glatkistan hefur undir höndum um þessa sveit er að Páll Banine mun hafa verið í henni, hér er óskað eftir frekari upplýsingum um Svartfugl, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Bubbleflies (1993-95)

Segja má að hafnfirska hljómsveitin Bubbleflies (Bubble flies) hafi verið eins konar brautryðjandi í íslensku sveimrokki, sveitin skildi eftir sig tvær breiðskífur og nokkur lög á safnplötum. Upphaf Bubbleflies er rakið til vorsins 1993 þegar þeir Þórhallur Skúlason og Pétur Sæmundsson voru að gera tilraunir með danstónlist og fengu Davíð Magnússon gítarleikara til að spila…