Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur (1876-1916)
Lúðurþeytarafélag (Lúðraþeytarafélag) Reykjavíkur telst með réttu vera fyrsta íslenska hljómsveitin en hún starfaði um fjörutíu ára skeið í kringum aldamótin 1900. Lúðurþeytarafélagið var stofnað fyrir stuðlan Helga Helgasonar tónskálds en hann hafði árið 1874 orðið vitni að leik konunglegrar danskrar lúðrasveitar sem lék hér á landi í tilefni af þúsund ára þjóðhátíðarafmælis Íslendinga. Hreifst Helgi svo…
