Hrafnar [1] (1965-66)

Veturinn 1965-66 var starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni undir nafninu Hrafnar, þar var á ferð hluti hljómsveitarinnar Mono system sem hafði starfað innan skólans veturinn á undan en með mannabreytingunum var ákveðið að skipta um nafn og taka upp Hrafna-nafnið. Meðlimir Hrafna voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Páll V. Bjarnason orgelleikari, Jón Páll…

Skólahljómsveit Gagnfræðaskóla Keflavíkur (1956-61)

Í Gagnfræðaskólanum í Keflavík starfaði merkileg hljómsveit í kringum 1960 en hún ásamt Drengjalúðrasveit Keflavíkur innihélt kynslóð tónlistarfólks sem hratt af stað bylgju með hljómsveitina Hljóma í fararbroddi og á eftir fylgdu ótal þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir úr bænum sem síðan þá hefur verið kallaður bítlabærinn Keflavík, hér má nefna Gunnar Þórðarson, Rúnar Júl, Magnús…

Mono system (1964-65)

Hljómsveitin Mono system (Monosystem) var eins konar skólahljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni veturinn 1964-65. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Stefán Ásgrímsson gítarleikari, Jens Þórisson gítarleikari, Páll V. Bjarnason hljómborðsleikari og Guðmundur Harðarson trommuleikari. Mono system lék á dansleikjum og öðrum samkomum mestmegnis innan ML og annarra skóla í héraðinu þennan vetur, en…