Sarðnaggar (1979-80)

Hljómsveitin Sarðnaggar starfaði við upphaf pönkbylgjunnar sem gekk yfir hérlendis um og eftir 1980 en sveitin var með allra fyrstu pönksveitum hér á landi og mun m.a. hafa leikið á Borginni árið 1979. Meðlimir sveitarinnar stunduðu nám við Menntaskólann við Sund en þeir voru Fritz Már Jörgensen gítarleikari, Ólafur Daðason söngvari, Pétur Eggertsson gítarleikari, Sigurður…

E.K. Bjarnason band (1982)

Hljómsveitin E.K. Bjarnason band starfaði 1982 og tók þá þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst alla leið í úrslit keppninnar. Meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn Emil Karl Bjarnason bassaleikari, Guðmundur Pálsson söngvari og gítarleikari, Pétur Eggertsson söngvari og gítarleikari, Ingólfur Sigurðsson söngvari og Erling Kristmundsson trommuleikari (Basil fursti, Nátthrafnarnir o.fl.).