Presleyvinafélagið (1985-86)
Hljómsveitin Presleyvinafélagið sem starfaði í Árbænum var eins og nafnið gefur til kynna, sveit sem mestmegnis lék lög með rokkgoðinu Elvis Presley. Meðlimir sveitarinnar komu úr Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts en þeir voru Sigurður Gunnarsson gítarleikari, Jón Leifsson bassaleikari, Guðjón Ólafsson saxófónleikari, Helgi Ólafsson hljómborðsleikari, Steinar Björn Helgason trommuleikari og Bjarni Arason söngvari (sem skömmu…
