SATT [félagsskapur] (1979-90)
Félagssamtökin SATT voru starfrækt meðal tónlistarmanna um árabil og áorkuðu heilmiklu fyrir félags- og réttindamál þeirra. Félagið var stofnað haustið 1979 undir nafninu Samtök alþýðutónskálda og tónlistarmanna, skammstafað SATT, síðar var nafni þess breytt í Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna. Stofnfélagar voru nokkrir félagsmenn innan FÍH (Félags íslenskra hljómlistarmanna) sem fannst vanta talsmann innan tónlistarhreyfingarinnar og…
