Púngó og Daisy (1981-82)

Rokksveitin Púngó og Daisy var skipað þeim Skúla Gautasyni (Sniglabandið) söngvara og bassaleikara, Kjartani Kjartanssyni trommuleikara, Veturliða Óskarssyni gítarleikara og Kristjáni Valssyni ásláttarleikara, og lét að sér kveða sumarið 1982 á Melarokki og í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina. Sveitin var stofnuð 1981 í Reykjavík og starfaði í u.þ.b. ár.