Blástakkar [3] (1958-60)

Hljómsveitin Blástakkar var fyrsta danshljómsveitin sem starfaði í Rangárvallasýslu en fram til þess tíma höfðu harmonikkuleikarar, ýmist einir eða fleiri saman annast slíka ballspilamennsku. Sveitin var stofnuð líklega árið 1958 og var kjarni hennar skipaður sömu mönnum mest allan tímann sem hún starfaði, það voru þeir Grétar Björnsson gítarleikari, Rúdolf Stolzenwald píanóleikari, Jón Guðjónsson trommuleikari…