Sunnan sex [1] (2001)

Árið 2001 var starfrækt djasssveit, sextett sem gekk undir nafninu Sunnan sex (Sunnan 6). Sveitin kom að minnsta kosti tvívegis fram opinberlega en var að nokkru leyti skipuð mismunandi einstaklingum. Þegar hún lék í Vestmannaeyjum um vorið 2001 skipuðu sveitina þau Guðmundur R. Einarsson trommu-, básúnu- og flautuleikari, Árni Ísleifsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson söngvari og…

Bergmenn [2] (1996-97)

Djasssveitin Bergmenn starfaði í tvö ár að minnsta kosti, og kom fram m.a. á RúRek djasshátíðinni. Meðlimir þessarar sveitar voru Jón Möller píanóleikari, Ómar Bergmann gítarleikari, Þórir Magnússon trommuleikari og Snorri Kristjánsson bassaleikari. Síðara árið söng Ragnheiður Sigjónsdóttir með Bergmönnum.