Rassar (1969-70 / 2019-)
Hljómsveitin Rassar var skólahljómsveit Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði veturinn 1969-70. Rassar var tríó, skipað þeim Rúnari Þór Péturssyni, Agli Ólafssyni og Benedikt Helga Benediktssyni. Ekki liggur fyrir hvernig hljóðfæraskipanin var utan þess að Benedikt lék á trommur, líklegast lék Rúnar Þór á gítar og Egill á bassa. Þeir Rassar fóru ekki alltaf eftir reglum…
