Geysir (1972-73)

Margir áhugamenn um plötusöfnun þekkja hljómsveitina Geysi og plötu hennar sem SG-hljómplötur gaf út 1974, fæstir þekkja þó sögu sveitarinnar og sérstöðu hennar í íslenskri tónlist. Geysir átti uppruna sinn að rekja til starfs trúfélags bahá‘ía en sveitin var stofnuð á bahá‘ía þingi í Kaupmannahöfn haustið 1972 af þeim Gísla Gissurarsyni gítarleikara (úr Hafnarfirði) og…