Rekkar [1] (1970)

Hljómsveitin Rekkar starfaði á Selfossi í kringum 1970 og var skammlíf. Meðlimir hennar voru Kjartan Jónsson [?], Haraldur Agnarsson [?], Þórir Haraldsson orgelleikari og Sigurður Guðmundsson [?]. Óskað er eftir nánari upplýsingum um þessa sveit.

Rekkar [2] (1981)

Rekkar var hljómsveit sem einkum lagði áherslu á gömlu dansana og lék á böllum á höfuðborgarsvæðinu vorið 1981. Söngkonan Mattý Jóhanns kom fram með Rekkum í nokkur skipti en hún var líkast til ekki í sveitinni. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu þessa sveit.