Hljómsveitakeppni Fjörheima [tónlistarviðburður] (2005)

Vorið 2005 var haldin Hljómsveitakeppni Fjörheima en Fjörheimar er miðlæg félagsmiðstöð fyrir alla grunnskóla í Reykjanesbæ og var keppnin hluti af dagskrá félagsmiðstöðvarinnar þann veturinn. Þrjár hljómsveitir bitust um sigurinn í hljómsveitakeppninni, Exem, Post mortem og Prometheus en heimildum ber ekki alveg saman um hvaða sveit bar sigur úr býtum, Post mortem er annars vegar…

Hinir endalausu (2001-02)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í Reykjanesbæ undir nafninu Hinir endalausu upp úr síðustu aldamótum. Sveitin var meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppninni Allra veðra von sem fram fór í Vestmannaeyjum snemma árs 2002 en annað er ekki að finna um þessa sveit, s.s. upplýsingar um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og er því hér…

Stapi [tónlistartengdur staður] (1965-)

Félagsheimilið Stapi var lengi vel eitt allra vinsælasta samkomuhúsið í íslenskri sveitaballahefð og var ásamt Festi fremst í flokki á Suðurnesjunum. Húsið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er nú hluti Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ. Stapi (í daglegu tali nefndur Stapinn) var vígður í október 1965 en húsið hafði þá verið um sjö ár í…