Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar (1949-50)

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar píanóleikara (einnig stundum nefnd Sextett Steinþórs Steingrímssonar) starfaði í nokkra mánuði veturinn 1949-50 og lék þá líklega eingöngu í Mjólkurstöðinni við Laugaveg, mannabreytingar settu svip á sveitina þann skamma tíma sem hún starfaði. Sveitin var stofnuð um haustið 1949 og kom fyrst fram á dansleikjum í Mjólkurstöðinni í október, meðlimir hennar í…

Hljómsveit Ole Östergaard (1955-56)

Danski gítarleikarinn Ole Östergaard bjó lengi á Akranesi en þar starfrækti hann hljómsveitir. Hann hafði t.a.m. verið með strengjahljómsveit vorið 1948 en einnig starfrækti hann um og eftir 1950 hljómsveitina Fjarkann. Nokkru síðar stofnaði hann svo hljómsveit í eigin nafni sem hét einfaldlega Hljómsveit Ole Östergaard en hún starfaði í tvö eða þrjú ár, á…

Hljómsveit Akraness (1941-48)

Hljómsveit Akraness var um margt merkileg sveit en hún var fyrsta starfandi danshljómsveitin á Skaganum. Hljómsveitin var stofnuð árið 1941 á Akranesi og var í byrjun tríó sem þeir Ingólfur Runólfsson harmonikkuleikari, Eðvarð Friðjónsson harmonikkuleikari og Ásmundur Guðjónsson skipuðu, upphaflega var því um að ræða eins konar harmonikkuhljómsveit sem síðar átti eftir að verða að…

Harmonikufélagið Nikkólína [félagsskapur] (1981-)

Harmonikufélagið Nikkólína hefur starfað í Dölunum um árabil, allt frá árinu 1981. Nikkólína var stofnuð haustið 1981 en aðal hvatamaður að stofnun félagsins var Kristján Ólafsson tónlistarkennari í Dölunum. Félagið gekk reyndar fyrsta árið undir nafninu Harmonikkufélag Dalamanna en nafni þess var breytt í Harmonikufélagið Nikkólína á fyrsta aðalfundi þess haustið 1982. Kristján var jafnframt…

Fjarkinn [2] (um 1950)

Um miðbik síðustu aldar starfaði hljómsveit á Akranesi undir nafninu Fjarkinn. Fjarkinn (einnig stundum nefnd Fjarkar) gæti hafa verið sett á laggirnar litlu fyrir 1950 og starfaði hún í nokkur ár undir stjórn Danans Ole H. Östergaard gítarleikara, sem stofnaði hana. Fjarkinn var lengst af kvartett undir stjórn Östergaard en aðrir meðlimir voru Helga Jónsdóttir…