Hljómsveit Róberts Arnfinnssonar (1949)

Leikarinn góðkunni Róbert Arnfinnsson var einnig tónlistarmaður og lék með hljómsveitum á sínum yngri árum en söng jafnframt inn á nokkrar plötur þegar hann varð eldri. Hann starfrækti hljómsveit í eigin nafni sem lék að minnsta kosti einu sinni opinberlega en það var á dansleik Æskulýðsfylkingarinnar sem haldinn var í Vík í Mýrdal snemma sumars…

Black boys (1941)

Hljómsveitin Black boys var starfrækt sumarið 1941 á Siglufirði en þar var hún húshljómsveit á Hótel Hvanneyri en slíkar hljómsveitir voru algengar á síldarárunum. Meðlimir Black boys voru Karl Karlsson trommuleikari, Gunnar Kristjánsson gítar- og harmonikkuleikari, Haraldur Guðmundsson banjó-, trompet- og fiðluleikari og Róbert Arnfinnsson (síðar leikari) sem lék á harmonikku og píanó.

Róbert Arnfinnsson (1923-2013)

Leikarinn góðkunni (Jón) Róbert Arnfinnsson sem einnig þótti liðtækur söngvari,  kom við sögu á nokkrum plötum á sínum tíma, einkum tengdum leikhúsinu. Róbert var fæddur í Þýskalandi 1923, hann nam leiklist hér heima og í Danmörku áður en hann réðist til Þjóðleikhússins þar sem hann starfaði um árabil. Hann lék á þriðja hundrað hlutverka á…

Glámur og Skrámur – Efni á plötum

Glámur og Skrámur – Í sjöunda himni Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan  Útgáfunúmer: JUD 024 / JCD 024 Ár: 1979 / 1992 1. Söngurinn um óskirnar 2. Ég er flughestur 3. Á leið í Regnbogalöndin 4. Í Sælgætislandi 5. Spóla spólvitlausa 6. Klaufadansinn 7. Dýrin í Þykjustulandi 8. Pési pjáturkarl 9. Í Umferðarlandi 10. Kveðjusöngur Faxa Flytjendur…