Heilsubótarkór í Lýtingsstaðahreppi (1975-79)

Heilsubótarkór í Lýtingsstaðahreppi eða bara Heilsubótarkórinn starfaði um fjögurra ára skeið og var eins konar tenging milli tveggja kóra sem störfuðu í hreppnum. Forsagan er sú að haustið 1974 hafði verið stofnaður karlakór í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði sem gekk undir nafninu Friðrikskórinn eftir stofnandanum og stjórnandanum Friðrik Ingólfssyni. Ári síðar, haustið 1975 bættust nokkrar konur…

Sunnan sjö og Muni (1997)

Innan Rökkurkórsins var starfræktur sönghópur sem kallaðist Sunnan sjö og Muni, og kom þessi hópur fram ásamt kórnum á tónleikum hans árið 1997. Hópurinn gæti þó hafa starfað mun lengur. Reikna má með að þessi sönghópur hafi innihaldið sjö söngvara auk Muna en frekari upplýsingar óskast.