Rómeó [1] (1981-83)

Í upphafi níunda áratugar síðustu aldar var starfandi danshljómsveit (tríó) á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Rómeó. Meðlimir sveitarinnar haustið 1981 voru Kjartan Baldursson bassa- og gítarleikari, Albert Ingason trommuleikari og Halldór Svavarsson hljómborðs- og gítarleikari en sá síðast taldi gæti einnig hafa leikið á harmonikku þegar svo bar undir. Engar upplýsingar liggja fyrir um mannabreytingar í…

Rómeó [2] (1987-89)

Hljómsveitin Rómeó frá Húsavík starfaði í að minnsta kosti þrjú ár í lok níunda áratugarins, hún virðist mest hafa spilað á böllum í Þingeyjasýslum. Sveitin var stofnuð 1987 og voru meðlimir hennar bræðurnir Þorvaldur Daði og Kristján Halldórssynir gítarleikarar, Karl Hálfdánarson bassaleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari og Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson hljómborðsleikari. Þeir félagar skiptust á að…