Hrím [1] (1967-70)
Siglfirska unglingahljómsveitin Hrím er líklega meðal þekktari sveita meðal heimamanna á Siglufirði þrátt fyrir að sveitin yrði ekki langlíf en hún vann sér það m.a. til frægðar að sigra hljómsveitakeppnina í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1969. Meðal hljómsveitarmeðlima var gítarleikarinn Gestur Guðnason sem átti síðar eftir að vekja töluverða athygli fyrir hæfni sína á hljóðfærið. Hrím…

