Snæfríður og stubbarnir (1988-98 / 2004)

Snæfríður og stubbarnir var hljómsveit úr Þorlákshöfn sem sérhæfði sig í írsk-ættaðri þjóðlagatónlist og annars konar þjóðlögum einnig en laumaði inn á milli stöku frumsömdu lagi (og textum) sem svo má heyra á tveimur safnplötum þar sem sveitin kom við sögu. Hljómsveitin mun hafa átt rætur sínar að rekja til Lúðrasveitar Þorlákshafnar en innan hennar…

Coma [3] (1992)

Hljómsveit starfaði á Stöðvarfirði árið 1992 undir nafninu Coma. Svanur Vilbergsson var trommuleikari sveitarinnar og var lang yngstur meðlima hennar (ellefu ára) en aðrir meðlimir voru Rúnar Jónsson gítarleikari, Hjalti Kárason gítarleikari og Bjarni Kárason bassaleikari, þeir voru um fimm árum eldri.