Íslendingakórinn í Hollandi (1996-2001)

Árið 1996 var stofnaður kór Íslendinga í Hollandi, sá kór var í einhverjum samstarfi við Íslendingafélagið þar í landi en var þó ekki beintengdur því félagi. Kórinn, sem gekk undir nafninu Íslendingakórinn í Hollandi starfaði árin 1996 og 97 undir stjórn Snorra [?] og árið 2001 var Rúnar Óskarsson stjórnandi kórsins, líklega æfði hann í…

Gáfnaljósin [1] (1987)

Hljómsveitin Gáfnaljósin var stofnuð í Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 1987. Meðlimir Gáfnaljósanna voru Örn Arnarsson söngvari og gítarleikari, Rúnar Óskarsson söngvari og gítarleikari, S. Björn Blöndal bassaleikari, Örn Hrafnkelsson söngvari og Óttarr Proppé söngvari og básúnuleikari. Flestir meðlimir sveitarinnar tengdust leiklistarklúbbi skólans sem setti upp leikritið Rómanoff og Júlía eftir Peter Ustinov þetta sama ár.…