Samkór verkalýðsfélaganna í Ólafsfirði (um 1945)
Um miðjan fimmta áratug síðustu aldar starfaði á Ólafsfirði blandaður kór sem hugsanlega var kallaður Samkór verkalýðsfélaganna í Ólafsfirði. Tildrög hans voru þau að Sigursveinn D. Kristinsson stjórnaði blönduðum kór á hátíðarhöldum á Ólafsfirði sem haldin voru í tilefni af Lýðveldishátíðinni 1944. Eftir þau hátíðarhöld starfaði kórinn eitthvað áfram, að öllum líkindum undir fyrrgreindu nafni…
