Septa (1989)
Ekki liggur fyrir hvort hljómsveitin Septa frá Bolungarvík var í raun starfandi sveit en hún átti lag á safnplötunni Vestan vindar, sem gefin var út af vestfirsku tónlistarfólki árið 1989. Meðlimir sveitarinnar á plötunni voru systkinin Pálína söngkona, Haukur trommuleikari og Hrólfur hljómborðsleikari Vagnsbörn, auk þess sem Magnús Hávarðsson gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og nýstirnið…
