Sextett Sidda (1970)

Sextett Sidda var hljómsveit starfandi í Reykjadal í Suður-Þingeyjasýslu sumarið 1970. Sveitin var stofnuð þá um vorið og hafði bækistöðvar og æfingaaðstöðu í félagsheimilinu á Breiðumýri en meðlimir hennar voru þeir Hólmgeir Hákonarson söngvari og bassaleikari (Hljómsveit Jóns Illugasonar o.fl.), Sigurður Friðriksson hljómborðsleikari og söngvari (Hljómsveit Illuga, Fimm o.fl.), Illugi Þórarinsson harmonikku- og hljómborðsleikari (Hljómsveit…