Söngvakeppni Sjónvarpsins 1996 – Sjúbídú / Shoobe-doo
Engin undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin á Íslandi 1996 fremur en árið áður vegna gríðarlegs kostnaðar. Vegna þessa fóru raddir gegn þátttöku í keppninni að verða háværari. Sveinbjörn I. Baldvinsson dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar hjá Ríkissjónvarpinu gekk hvað harðast gegn þátttöku í keppninni vegna kostnaðarins við hana en um leið þýddi það stórfelldan niðurskurð í…
