Röðull [tónlistartengdur staður] (1944-76)
Skemmti- og veitingastaðurinn Röðull var um árabil einn sá vinsælasti sinnar tegundar á landinu. Röðull var opnaður á gamlárskvöld 1944 þegar áramótadansleikur knattspyrnufélagsins Fram var haldinn þar. Staðurinn var að Laugavegi 89 (gegnt Stjörnubíói) og var í fyrstu í eigu Erlends Erlendssonar en staðurinn átti eftir að skipta allmörgum sinnum um eigendur áður en yfir…

