One mö (1993)

Dúettinn One mö starfaði á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum árið 1993. Meðlimir dúettsins voru þeir Ögmundur Rúnarsson gítarleikari og Sigurður Hjartarson söngvari (síðar bassaleikari hljómsveitarinnar Péturs).

Pétur (1994)

Hljómsveitin Pétur starfaði 1994 og hugsanlega lengur. Pétur var stofnuð í Reykjavík sumarið 1994 en meðlimir hennar voru á menntaskólaaldri, flestir í Kvennaskólanum. Meðlimir Péturs voru Valur Snær Gunnarsson söngvari, Jón Gunnar Þórarinsson gítarleikari, Sigurður Hjartarson bassaleikari og Magnús Þór Magnússon trommuleikari. Sveitin náði að senda frá sér ellefu laga snældu, Engin Nína hér, um…