Hljómsveit Sigurðar Óskarssonar (1958-65)

Hljómsveit Sigurðar Óskarssonar, einnig nefnd Hljómsveit S.Ó. og um tíma S.Ó. og Einar, starfaði í Vestmannaeyjum við töluverðar vinsældir um og eftir 1960. Sveitin var skipuð ungum tónlistarmönnum en tónlistarlífið í Eyjum var öflugt á þeim tíma sem endanær. Sigurður Óskarsson stofnaði hljómsveit sína árið 1958 en hann var þá einungis fjórtán ára og hafði…

Bobbar (1964)

Hljómsveitin Bobbar úr Vestmannaeyjum var sett sérstaklega saman til að leika á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga sumarið 1964 að frumkvæði þjóðhátíðarnefndar. Sveitin æfði fyrir viðburðinn í nokkurn tíma og lék síðan „nýju dansana“ fyrir þjóðhátíðargesti tvö kvöld í röð, og þar við sat. Meðlimir Bobba voru þeir Örlygur Haraldsson bassaleikari, Guðni Guðmundsson [píanóleikari?], Þorgeir Guðmundsson gítarleikari, Sigurður…

Rondó (1981-82)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem hún sé fjarskyld öðrum Rondó hljómsveitum tengdum Eyjunum en meðlimir hennar voru Einar Guðnason trommuleikari, Ólafur Jónsson saxófónleikari [?], Björn Bergsson gítarleikari og söngvari, Sigurður Óskarsson orgelleikari og Huginn Sveinbjarnarson [?], sá síðastnefndi hafði leikið á klarinettu með Rondó…