Hljómsveit hússins [2] (1980)

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Sauðárkróki – líklega árið 1980, undir nafninu Hljómsveit hússins en sveitin spilaði hugsanlega aðeins einu sinni opinberlega. Meðlimir Hljómsveitar hússins voru þeir Reynir Kárason bassaleikari, Hörður Guðmundsson harmonikkuleikari, Haukur Þorsteinsson harmonikku- og saxófónleikari, Sigurgeir Angantýsson hljómborðsleikari [?], Sigurður Björnsson gítarleikari [?] og Jón Jósafatsson trommuleikari.

Flamingo [1] (1966-71)

Hljómsveitin Flamingo starfaði á Sauðárkróki og nágrenni á síðari hluta sjöunda áratug síðustu aldar og lék þá á dansleikjum í Skagafirðinum og reyndar mun víðar á norðanverðu landinu. Flamingo (kvartett) var stofnuð upp úr Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar sem hafði verið starfandi á Króknum um árabil, þegar Haukur ákvað að hætta með sveit sína 1966 tóku…