Sinn Fein [1] (1994-95)

Á árunum 1994 og 95 starfaði hljómsveit á Egilsstöðum eða Fljótsdalshéraði undir nafninu Sinn Fein. Sinn Fein skipuðu þeir Atli H. Gunnlaugsson söngvari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Gísli Örn Þórhallsson bassaleikari og Bragi Þorsteinsson trommuleikari. Sveitin lék líklega mestmegnis á austanverðu landinu en var þó meðal sveita sem kom fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 1994.…

Panorama (1996-98)

Hljómsveitin Panorama starfaði á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið rétt fyrir aldamótin síðustu. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Panorama var stofnuð en hún vakti fyrst athygli þegar hún keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996. Meðlimir sveitarinnar voru þá Birgir Hilmarsson söngvari og gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Nói Steinn Einarsson trommuleikari. Sveitin hafði ekki erindi…