Sjálfumglöðu riddararnir (1996-2002)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem kölluð var Sjálfumglöðu riddararnir og hugsanlegt er að hún hafi verið eins manns sveit Smára Guðmundssonar frá Sandgerði, sem flestir þekkja sem annan meðlim systkina tvíeykisins Klassart. Heimildir eru fyrir því að Sjálfumglöðu riddararnir hefðu komið fram sumarið 1996 í Sandgerði en „sveitin“ kom reyndar aldrei…