Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Ísafjarðar (1950-70)
Skólahljómsveitir komu nokkuð við sögu Gagnfræðaskóla Ísafjarðar meðan sá skóli var og hét en hann var stofnaður árið 1931 og starfaði til 1983 þegar nafni hans var breytt í Grunnskóli Ísafjarðar. Um 1950 var skólahljómsveit í skólanum en það var kvartett skipaður þeim Ólafi Kristjánssyni píanóleikara (síðar bæjarstjóra í Bolungarvík), Þórði Finnbjörnssyni trompetleikara, Kristjáni Jónssyni…
