Skólakór Tálknafjarðar [1] (1979-80)
Skólakór var starfræktur líklega einn vetur (1979-80) við grunnskólann á Tálknafirði (Tálknafjarðarskóla), reyndar er ekki alveg ljós undir hvaða nafni skólinn starfaði á þeim tíma. Það mun hafa verið Sigurður G. Daníelsson sem stjórnaði kórnum þennan vetur (og hugsanlega lengur) en hann var þá tónlistarkennari og organisti á Tálknafirði og hafði verið það frá haustinu…
