Slim (2000)
Rapparinn Kristinn Helgi Sævarsson (Slim) var af gullkynslóð rappara hérlendis og kom úr grasrótinni sem kennd hefur verið við Árbæinn og var áberandi í kringum aldamótin, hann hafði þá verið í hiphop-sveitinni Bounce brothers. Kristinn Helgi (f. 1980) var líklega búinn að kalla sig Slim nafninu um tíma þegar hann sendi frá sér plötu vorið…
