Johnny on the North pole (1996-2001)
Margir muna eftir sveitaballahljómsveitinni Johnny on the North pole en hún fór víða um land og spilaði fyrir og um síðustu aldamót. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík vorið 1996 og starfaði með einhverjum hléum, þó aldrei löngum. Meðlimir hennar í upphafi voru Benjamín „Fíkus“ Ólafsson bassaleikari, Kristinn Sturluson gítarleikari, Runólfur Einarsson trommuleikari og Þorsteinn G.…
