Hljómsveit Helga Hermannssonar (1978-)

Tónlistarmaðurinn Helgi Hermannsson hefur átt í samstarfi við fjöldann allan af öðru tónlistarfólki ýmist í dúetta-, tríóa- eða hljómsveitaformi í eigin nafni en í mörgum tilfellum hefur þar verið tjaldað til einnar nætur eins og gengur og gerist. Helgi var þekktur framan af sem einn meðlimur hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum en eftir að hann fluttist…

Hljómsveit Braga Árnasonar (1986-93)

Lítið liggur fyrir um Hljómsveit Braga Árnasonar en Bragi þessi var trommuleikari (einn Bjarkarlandsbræðra frá Vestur-Eyjafjallahreppi) og lék með fjölmörgum sunnlenskum hljómsveitum á sínum tíma. Bragi Árnason starfrækti hljómsveit í eigin nafni að minnsta kosti á árunum 1986 til 93 en sú sveit lék á þorrablótum, árshátíðum og annars konar tónlistarsamkomum í Rangárvallasýslu og sjálfsagt…

Víkingasveitin [2] (1993-2016)

Víkingasveitin úr Hafnarfirði (einnig stundum nefnd Víkingarnir / Víkingabandið) mun hafa starfað í á þriðja áratug en sveitin var áberandi á víkingahátíðum hvers kyns hér á landi, oft í tenglum við Fjörukrána. Hún lék m.a. erlendis á slíkum hátíðum í Hafnarfirði en einnig í Svíþjóð og Þýskalandi, þá lék sveitin ennfremur á Íslendingahátíð vestan hafs…