Snjólaug Anna Sigurðsson (1914-79)

Snjólaug Sigurðsson (Snjolaug Sigurdsson) er ekki meðal þekktustu tónlistarmanna landsins en hún var Vestur-Íslendingur, fædd í Kanada og naut þar mikillar virðingar meðal Íslendingasamfélagsins vestra. Hún kom hingað til lands þrívegis í heimsókn. Snjólaug Anna (fædd Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir) fæddist í Árborg í Manitoba haustið 1914 og var því af fyrstu innfæddu kynslóðinni þar vestra.…