Hljómsveit Snorra Jónssonar (um 1990)

Harmonikkuleikarinn Snorri Jónsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni innan félagsskaparins Harmonikuunnenda á Vesturlandi á tíunda áratug síðustu aldar en Snorri hafði búið á Akranesi frá því um 1980. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa Hljómsveit Snorra Jónssonar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, jafnframt hversu lengi hún starfaði.

Afmælisbörn 11. september 2024

Glatkistan hefur að geyma þrjú tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi. Snorri Barón Jónsson er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Snorri Barón hefur leikið á gítar í nokkrum sveitum og má til dæmis nefna Moonboots, Hetjur og Trúboðana en hann var jafnframt einn þeirra sem kom að útgáfu tímaritsins Undirtóna á sínum tím.…

Undirtónar [fjölmiðill] (1996-2003)

Undirtónar var tímarit sem gefið var út í kringum síðustu aldamót, það fjallaði að mestu um tónlist og var dreift ókeypis. Blaðið var hugarfóstur þeirra Ísars Loga Arnarssonar og Snorra Jónssonar og var framan af unnið í samvinnu við Hitt húsið en það kom fyrst út haustið 1996. Ísar Logi var ritstjóri blaðsins en þeir…