Söngfélag Íslendinga í Saskatchewan (1906-09)

Söngfélag eða kór Vestur-Íslendinga í Saskatchewan fylki í Kanada, hér kallað Söngfélag Íslendinga í Saskatchewan, var starfandi ár árunum 1906 til 1909 að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar í fylkinu söngfélagið starfaði en stofnandi þess (og hugsanlega einnig stjórnandi söngsins) var Snorri Kristjánsson sem búsettur var í Mozart í Saskatchewan á árunum 1902-20.…

Móri [1] (1995)

Hljómsveitin Móri keppti vorið 1995 í Músíktilraunum Tónabæjar en komst þar ekki í úrslit með sitt djass- og fönkskotna rokk. Meðlimir Móra voru þeir Guðmundur Þorvaldsson gítarleikari, Helgi Guðbjartsson trommuleikari, Snorri Kristjánsson bassaleikari og Haukur Halldórsson söngvari.

Bergmenn [2] (1996-97)

Djasssveitin Bergmenn starfaði í tvö ár að minnsta kosti, og kom fram m.a. á RúRek djasshátíðinni. Meðlimir þessarar sveitar voru Jón Möller píanóleikari, Ómar Bergmann gítarleikari, Þórir Magnússon trommuleikari og Snorri Kristjánsson bassaleikari. Síðara árið söng Ragnheiður Sigjónsdóttir með Bergmönnum.