Söngfélag eða kór Vestur-Íslendinga í Saskatchewan fylki í Kanada, hér kallað Söngfélag Íslendinga í Saskatchewan, var starfandi ár árunum 1906 til 1909 að minnsta kosti. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvar í fylkinu söngfélagið starfaði en stofnandi þess (og hugsanlega einnig stjórnandi söngsins) var Snorri Kristjánsson sem búsettur var í Mozart í Saskatchewan á árunum 1902-20.
Í einni heimild er fjallað um Mozart söngflokkinn sem söng á skemmtun í Winnipeg árið 1907 en þá var algengt að Íslendingarnir ferðuðust um langar vegalengdir til að hittast og halda saman skemmtanir. Þá er einnig að finna upplýsingar um hópsöng á skemmtun á þessum slóðum undir stjórn Helga Helgasonar árið 1910 en ekki liggur fyrir hvort um skipulagðan söng söngfélags var þar um að ræða.
Hér er óskað eftir frekari upplýsingum.