Söngfélag var starfrækt norður á Langanesi á árunum 1875 til 78 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvert nafn félagsskaparins var, hér er það kallað Söngfélag Langnesinga. Söngfélagið fór fljótlega að beita sér fyrir bættum söng í Sauðaneskirkju og safnaði svo fyrir orgeli í kirkjuna, forsvarsmenn kórsins munu hafa verið lítt fróðir um slíkan söng og sendu Jónasi Helgasyni organista og framármanni í söngmálum Íslendinga bréf þar sem þeir óskuðu eftir aðstoð, hann mun hafa sent þeim í kjölfarið nótnahefti sem hann hafði látið prenta og þá líklega hafa einhverjar leiðbeiningar fylgt þeim.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta söngfélag/kór.