Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Söngfélag Landsmiðjunnar en það var að öllum líkindum stofnað árið 1944 og starfaði ennþá ári síðar.
Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þetta félag, m.a. um hvort var að ræða eiginlegan kór eða einungis félagsskap þar sem fólk kom saman og söng, jafnframt vantar upplýsingar um stjórnanda/stjórnendur félagsins, fjölda meðlima sem hér er gert ráð fyrir að hafi allir verið karlkyns og fleira. Um þetta leyti voru starfsmenn Landsmiðjunnar á annað hundrað svo grundvöllur var fyrir öflugu söngstarfi innan fyrirtækisins.