Söngfélag var stofnað meðal kristniboðsfélaganna í Reykjavík haustið 1932 en um var að ræða sameiginlegan blandaðan kór félaganna. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi kór starfaði, hann söng líkast til árið 1934 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hann eftir það né heldur hver hafði með söngstjórn hans að gera. Að öllum líkindum kom þessi kór eingöngu saman á sameiginlegum samkomum kristniboðsfélaganna.